Margir leikarar leggja mikið á sig fyrir hlutverk og fara upp og niður í þyngd milli hlutverka. Jonah Hill er einn af þeim. Hann hefur þurft að grenna sig fyrir mynd og svo þyngja sig töluvert fyrir næstu mynd.
Nú er hann að leika í þáttunum Maniac fyrir Netflix og hann hefur líklegast aldrei verið eins grannur. Það er eiginlega næstum því erfitt að þekkja þennan snilling.