Þorgeir Þorgeirsson varð fyrir því óláni að brotist var inn í bíl hans í Akurhvarfi 14 – en eftirlitismyndavélar náðu myndum af manninum – og leitar hann nú vísbendinga.
Í nótt kl. 03:00 var brotist inn í bíllinn hjá mér við Akurhvarf 14 í Kópavogi og þaðan stolið ýmsum verðmætum þ.á m. tölvu og íþróttatösku. Myndir af þjófnum náðust á eftirlitsmyndavélakerfi og eru þær meðfylgjandi. Ef þið hafið einhverjar upplýsingar um hver þetta er, þá megi þið endilega hafa samband í síma 630-5050 eða í skilaboðum. Fundarlaun í boði og fyllsta trúnaði heitið.
Uppfært: fékk símtal rétt í þessu og var upplýstur um að það hafi sést til tveggja manna rúntandi um hverfið á vínrauðum Subaru Legacy (mjög illa förnum) með bílnúmerinu OV-3 (mundi ekki meira).