Borg Brugghús hefur gefið út margt bruggið – en líklega ekkert jafn skrautlegt og það nýjasta sem er unnið í samstarfi við Finna. Nafnið er HÖLÖKYNKÖLÖKYN – sem virðist vera flókið að segja – en með því að lesa það ekki nema svona þrisvar, þá lærist það. Og verður hreinn unaður á tungu. Rétt eins og drykkurinn sjálfur er sagður vera. En nú gefst færi á smökkun.
Hér er tilkynning frá bruggmeisturunum í Borg sem mun slá til teitis þann 7. desember.
Kæru vinir. Klukkan 19:30 í kvöld verður kirsuberjasúrbjórinn HÖLÖKYNKÖLÖKYN NR.C10 kynntur til leiks á English Pub. Bjórinn er samstarfsverkefni með vinum okkar hjá Mallaskosken panimo í Finnlandi sem fögnuðu 100 ára sjálfstæði í gær, og í dag (og jafnvel fram yfir helgi) ef við þekkjum þá rétt. Til hamingju Finnland ! Að þessu tilefni verða ennfremur 12 Borgbjórar á krana í kvöld, sem dæmi hinn löngu uppseldi Hurðaskellir Nr.54, ferskur Úlfur Úlfur Nr.17 og ýmislegt fleira – nánari upplýsingar í athugasemdum. Enski Barinn mun stilla verðum verulega í hóf í kvöld fyrir jólavísareikninginn. Þetta verður gaman – við hlökkum til að sjá ykkur! Skál!
Þess má geta að Artworkið á miðanum er teiknað af Laufeyju Jónsdóttur listakonu. Bjórinn verður kominn í Vínbúðir á morgun.
Viðburðinn má finna á Facebook HÉR