Auglýsing

Íslenskar konur opna sig – Ertu kominn með hana í rúnkminnið?

Konur í tækni-, upp­lýs­inga- og hug­búnaðariðnaði á Íslandi hafa ákveðið að taka þátt í #metoo umræðunni  þar sem kyn­ferðisof­beldi, áreitni og kyn­bund­inni mis­mun­un er mót­mælt.

Yfir 300 kon­ur hafa skrifað und­ir yf­ir­lýs­ing­una sem send var frá hópnum. Yfir 50 sög­ur fylgja með henni, þar seg­ir m.a.: „Kyn­bundið of­beldi, áreitni og mis­mun­un á ekki að líðast, hvorki á vinnu­stöðum né ann­arstaðar i sam­fé­lag­inu.“

Meðal sagna er ein af yfirmanni sem spurði hvort konan væri kominn í „rúnkminnið“ hjá samstarfsfélaga hennar. Eða heins og hún segir, að hann spurði:

„hvort ég væri kom­in í runkminnið hjá hon­um, sami yf­ir­maður bar sam­starfs­fé­laga mína um að senda ekki inn­an­hús­brand­ara á mig því ég gæti ekki tekið þeim.“

Önnur segir:

„Keyrði yf­ir­mann milli fund­arstaða og benti hon­um á að hann gæti fært bíl­sætið aft­ar (var frama­lega útaf barna­bíl­stól), hann spurði hvort hann væri svona feit­ur, ég sagði nei og þá spurði hann hvort ég væri að meina að hann væri með svona stórt typpi? Eðli­legt,“

Ein sagan er úr starfsmannapartýi úr bænum. Þar segir ein „sam­starfs­fé­lagi þvingaði sér leið með mér inn á kló­sett, lokaði hurðinni og reyndi að fá mig til að kyssa sig, „en þú ert ein­mitt svona kona sem ég vildi vera með ef ég ætti ekki konu“, þegar ég neitaði áfram bað hann mig að totta sig, “comm­on bara eitt tott”. Ég náði að koma hon­um í skiln­ing um að ég væri ekki að fara að gera neitt slíkt. Sagði hon­um að auk þess væri sam­starfs­kona okk­ar fyr­ir utan og hún hefði nú al­veg séð hann koma inn á eft­ir mér. Þá fór hann.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing