Konur í tækni-, upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði á Íslandi hafa ákveðið að taka þátt í #metoo umræðunni þar sem kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun er mótmælt.
Yfir 300 konur hafa skrifað undir yfirlýsinguna sem send var frá hópnum. Yfir 50 sögur fylgja með henni, þar segir m.a.: „Kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun á ekki að líðast, hvorki á vinnustöðum né annarstaðar i samfélaginu.“
Meðal sagna er ein af yfirmanni sem spurði hvort konan væri kominn í „rúnkminnið“ hjá samstarfsfélaga hennar. Eða heins og hún segir, að hann spurði:
„hvort ég væri komin í runkminnið hjá honum, sami yfirmaður bar samstarfsfélaga mína um að senda ekki innanhúsbrandara á mig því ég gæti ekki tekið þeim.“
Önnur segir:
„Keyrði yfirmann milli fundarstaða og benti honum á að hann gæti fært bílsætið aftar (var framalega útaf barnabílstól), hann spurði hvort hann væri svona feitur, ég sagði nei og þá spurði hann hvort ég væri að meina að hann væri með svona stórt typpi? Eðlilegt,“
Ein sagan er úr starfsmannapartýi úr bænum. Þar segir ein „samstarfsfélagi þvingaði sér leið með mér inn á klósett, lokaði hurðinni og reyndi að fá mig til að kyssa sig, „en þú ert einmitt svona kona sem ég vildi vera með ef ég ætti ekki konu“, þegar ég neitaði áfram bað hann mig að totta sig, “common bara eitt tott”. Ég náði að koma honum í skilning um að ég væri ekki að fara að gera neitt slíkt. Sagði honum að auk þess væri samstarfskona okkar fyrir utan og hún hefði nú alveg séð hann koma inn á eftir mér. Þá fór hann.“