Sem part af #metoo vakningunni hafa nú íslenskar flugfreyjur slegist í hópinn og hér er hluti af sögunum þeirra:
*
Flugmaðurinn spyr hvort ég eigi börn, ég svaraði neitandi. Þá spyr hann hvort ég eigi kærasta og ég svaraði játandi. Þá segir flugmaðurinn ,,er kærasti þinn með ónýtt typpi” Ég var niðurbrotinn og sár eftir ummæli hans. Ég og maðurinn minn vorum búin að reyna eignast barn í nokkur ár en ekki tekist það. Núna eigum við þrjú dásamleg börn, en ég gleymi aldrei þessum flugmanni og dónaskapnum og niðurlægingunni sem hann beitti mér í vinnunni.
*
Með matarvagninn inní miðri vél að afgreiða farþega þegar ég finn að hendi klípur í rassinn á mér. Ég frís og sný mér svo við en er of sein til að sjá hvaðan hendin kom. Held mínu striki afgreiði næsta kúnna. Þarna misnotaði farþegi aðstæður.
*
Ég er að stíga upp í crew bíl í USA. Flugstjórinn stendur á götunni og horfir á eftir mér inn. Þegar hann svo kemur inn í bílinn, segir hann hátt: Ég sé ekki betur en þú sért nærbuxnalaus ? Notarðu ekki nærbuxur?
*
Ég er að ganga frá eftir þjónustu á saga var sccm, flugstjórinn kemur inn í eldhús og ég var búin að beygja mig niður til að setja bakka inn í trolley þá sest hann klofvega yfir mig og byrjar að nudda sér upp við mig og segist ekki ráða við sig, sem sagt var að humpast á mér, mér brá svo að ég bara byrja að hlæja og þetta varð verulega vandræðalegt hann fer svo af baki og sagði “fyrirgefðu ég réði bara ekki við mig” og svo var þetta ekki rætt frekar.
*
Fyrsta sumarið mitt í fluginu gerðist það að flugstjórinn hringir í yfirfreyju og óskar eftir nýliðanum frammí til sín. Ég fæ þau skilaboð að flugmennirnir vilji tala við mig og fer frammí. Ég geng inn, loka og segi hæ. Þess má geta að ég hafði ekki átt nein samskipti við þá áður og þekkti þá ekkert. Ég var á þessum tíma 24 ára og flugstjórinn ca 30 árum eldri. Þegar ég kem þangað inn þá stendur flugstjórinn fyrir aftan sæti flugmannsinns og án þess að hika eða segja eitt einasta orð þá gengur hann alveg uppað mér, tekur utan um mig, beygir sig yfir mig og sleikir á mér eyrað. Á meðan á þessu stóð sat flugmaðurinn og horfði glottandi á í sætinu sínu. Svo hlógu þeir bara. Ég get ekki munað hver flugmaðurinn var en man bara hvað ég varð hissa og hversu misboðið mér var. Þó ég sé ekki tepra og svari nær undantekningarlaust fyrir mig ef mér finnst að mér vegið þá fraus ég bara og sagði ekki orð og talaði ekki um þetta við neinn í mörg ár. Það eru þó nokkuð mörg ár síðan þetta gerðist og ég velti stundum fyrir mér hvað ætli myndi gerast ef ef þetta gerðist á flugi í dag.
*
Erum að ganga frá borði í lok dags þar sem ég hafði unnið sem 4R. Flugstjóri vísar okkur öllum á undan sér út og ég segi eitthvað á þá leið hvað hann sé kurteis að hleypa okkur fyrst frá borði. Þá svarar hann „Ég er bara að þessu svo ég geti horft á rassana á ykkur öllum“.