Framleiðendur Friends þáttanna sem slógu rækilega í gegn hérna í gamla daga – bjuggust líklega ekki við að framtíðin yrði Netflix – og að á Netflix myndi allt vera sýnt „víðara“ en það var í gamla daga. „Væd skrín“ eins og það kallast á ensku.
Af því að ramminn er orðinn víðari – þá sést ýmislegt sem gerist fyrir utan þrengra formattið eins og þættirnir voru upphaflega sýndir.
Upphaflega sást til dæmis ekki þegar Joey gat ekki hamið hláturinn og beygði sig út fyrir skjáinn að hlæja …
Hérna sést Susan Sarandon byrjuð að hlæja áður en hún kemst út fyrir rammann …
Hérna á neðri myndinni sést önnur stúlka vera „stand in“ fyrir Rachel en hún er ekki einu sinni í sömu skyrtu og hún.
Pabbi Ross var orðinn að allt öðrum manni í þessu víða skoti.