Það er alltaf gaman þegar andi jólanna svífur yfir vötnum – því þá gerast kraftaverkin.
Það fékk Jóhanna Bryndís Helgadóttir að upplifa – en hún segir frá því á Facebook hvernig 5 hraustir karlar björguðu henni úr bobba.
Söguna má sjá hér:
Það var sannur jólaandi sem sveif yfir vötnum fyrir framan Nettó í gær. Um kvöldmatarleitið kom frúin sér í þá aðstöðu við vegg innkeyrslunnar niður í neðanjarðargeymslur svæðisins, að hún þorði ekki að hreyfa bílinn. Meðan ég beið bjargvættis bar þar að ungan mann, síðan bættust fleiri í hópinn og þessir menn gerðu sér lítið fyrir og lyftu bílnum frá veggnum (hann er fimm manna og þungur mjög, ég sat ekki inni í honum á meðan) . Á Þorláksmessu þegar flestir eru á þönum gáfu þessir menn kerlingunni afl sitt og tíma. Ég rétt náði að kalla þakkir til þeirra eftir að hafa lagt bílnum með óskum um GLEÐILEG JÓL. Er ekkert viss um að þetta hefði gerst í öllum hverfum borgarinnar, en í Breiðholtinu er gott að búa.