Eva Lóa Jónsdóttir birti myndband á Facebook síðu sinni þar sem hún er með ákall til fjölmiðla að fá úrlausn í máli þar sem maður virðir ekki nálgunarbann við hana.
Hún hefur reynt að hafa samband við lögregluna – en það hefur lítið borið árangur. Hún er því úrræðalaus og leitar til fjölmiðla að vekja athygli á málinu.
Hún segir:
Endilega deila.
Ég vill uppfæra ykkur með málið þar sem lögreglan hlustar aðeins á fjölmiðla. Þetta var allt sýndarmennska hjá lögreglunni því þetta nálgunarbann gerði ekkert fyrir mig, lögreglan sagði við mig ef hann myndi hafa einhverskonar samband við mig myndi hann verða handtekinn strax. Nú hef ég hringt 2x í lögregluna og látið vita að hann hefur samband við mig, eftir fyrsta skiptið gafst ég upp því ég fékk enga hjálp og reyndi núna í dag aftur vegna þess að hann hættir ekki. Lögreglan sagði að ég ætti að koma á skrifstofutíma með gögn til þess að viðhalda þessu, sem ég er búin að gera í 4 ár. Ég er búin að hafa samband við geðdeildina, lögregluna sem sá um nalgunarbannið og ég fæ engin svör. Hvað ætli þessi sýndarmennska hjá lögreglunni hafi kostað ríkissjóð mikið?
Úrræðin sem lögreglan hefur virka ekki og lögreglan er ekki að framfylgja úrræðinu, ég er ráðþrota. Geðdeild, geðlæknar og lögreglan virðast ekki geta gert nokkurn skapaðan hlut til að stoppa þennan mann, nú þarf maður bara að spá í hvað er hægt að gera? Ef að stofnanir og fagfólk geta ekkert gert, hvað verður maður þá að gera ? Því maður getur ekki sætt sig við þetta, að búa við þetta.