Matt McMullen, framkvæmdastjóri Realbotix, segir að hann sé tilbúinn með karlkyns kynlífsvélmenni með gervigreind til að setja á markaðinn.
Realbotix gaf út Harmony á síðasta ári, sem var fyrsta gagnvirka kvenkyns kynlífsvélmennið til að koma á markaðinn…eða rétta sagt fyrsta gervigreindar kynlífsvélmennið til að fara á markaðinn yfir höfuð. Karlkyns útgáfa Realbotix verður með sama gervigreindar hugbúnað og Harmony útgáfan, og svo vélrænt typpi til viðbótar. Án þess hver væri eiginlega tilgangurinn?
Þetta er Harmony kynlífsvélmennið sem kom út á síðasta ári:
Ætli karlkyns kynlífsvélmennið verði eitthvað líkt Jude Law þegar hann var kynlífsvélmenni í bíómyndinni Artificial Intelligence (A.I.)? Eitthvað segir mér að það verði þá ansi vinsælt:
Matt sagði að vélmennin munu koma í öllum STÆRÐUM og gerðum, eða í hans eigin orðum: „The sky is the limit“.
Matt hefur allavegana búið til kynlífsdúkkur í 20 ár svo að hann er kominn með alvöru reynslu á málinu og eftir árangur Harmony þá þykir mér einstaklega líklegt að karlkyns kynlífsvélmennið muni líka slá í gegn.