Það þarf nú ekki að kynna Simon Cowell fyrir mörgum – en hann er frægastur fyrir að vera dómari í raunveruleikaþáttunum American Idol, The X-Factor og America’s Got Talent. Hann er þekktur fyrir að skafa ekki ofan af hlutunum og er oft með umdeild ummæli, þar á meðal móganir og háðslegt grín að keppendum og sönghæfileikum þeirra. En hann sýndi á sér aðra hlið á dögunum.
Í desember þá var rændu menn hinum 10 mánaða gamla Morse (sjá mynd fyrir ofan) frá fjölskyldu hans.
Fjölskyldan var í molum í kjölfarið, þá sérstaklega Edward sem er næstum 3ja ára. Edward var búinn að finna besta vin sinn í öllum heiminum – hann og Morse höfðu verið óaðskiljanlegir síðan hann kom á heimilið. Um jólin þá fékk hann foreldra sína til að skrifa jólasveininum þetta fallega bréf um málið:
Þrátt fyrir að þau leituðu að honum og gerðu allt til að finna hann, þá var Latter fjölskyldan sannfærð um að Morse væri þeim endanlega horfinn.
Þau auglýstu eftir Morse svo stíft að meira að segja Simon Cowell heyrði af þessu og bauðst í kjölfarið til að bjóða £10,000 punda fundarverðlaun, sem er næstum 1.500.000 kr. Hann veit hversu mikilvægir hundar eru í lífi fólks og hann gat ekki ímyndað sér að Morse kæmi ekki heim.
Þegar allir höfðu gefið upp vonina á að Morse myndi nokkurn tímann finnast, fengu þau óvænt símtal síðla kvölds þann 21. janúar.
Hjón sem bjuggu 20 mílum í burtu sögðust vera nokkuð viss um að þau hefðu fundið Morse. Út af Simon Cowell þá höfðu fjölmiðlar fjallað mikið um það að Morse væri týndur og þau sögðust þekkja hann þaðan. Hjónin sendu Latter fjölskyldunni mynd af hundinum og Latter fjölskyldan lagði strax af stað til þeirra til að sjá hvort að þetta væri Morse.
Edward vissi strax að þetta væri Morse, en foreldrar hans voru ekki vissir – fyrr en þau létu skanna örmerkið sem þau höfðu sett í hann og komust að raun um að þetta væri í alvörunni Morse.
Og Edward gæti ekki verið hamingjusamari.
Michelle Holt sem fann Morse er hetja: ,,Ég var svo ánægð. Við hjónin vissum ekkert um fjölmiðlaathyglina sem við myndum fá. Ég var bara svo ánægð að þau fengu litla hundinn sinn tilbaka, því við höfum átt hund sjálf í mörg ár og við vitum að ef við myndum týna honum þá myndi hjartað okkar brotna.“
Morse virðist líka vera rosa ánægður að vera kominn heim og við gætum ekki verið glaðari fyrir hans og Edwards hönd. Morse var vafrandi um göturnar blautur og skítugur þegar hann fannst – en hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því framar!