Kardashian fjölskyldan sat fyrir í Calvin Klein auglýsingu og í kjölfarið var fyrirtækið Calvin Klein rakkað niður fyrir að photoshop’a Kim svo mikið að hún hafi litið út eins og geimvera.
Það er óhætt að segja að photoshop hafi verið notað í þessum myndum – og samkvæmt þeim sem höfðu eitthvað athugavert við myndirnar að segja þá höfðu þau sjaldan ef nokkurn tímann séð jafn photoshop’aðar myndir.
Kylie, sem er ófrísk, var líka harðlega gagnrýnd fyrir að nota teppi til að fela óléttubumbuna sína.
Ein kenningin á Twitter er að Kylie var ekki einu sinni hluti af myndatökunni og að andlit hennar hafi verið sett á líkams-tvífara sem tók þátt í myndatökunni í staðinn fyrir hana.
Calvin Klein fyrirtækið lætur gagnrýnina ekki stoppa sig og er stolt að birta auglýsingarnar hvar sem það kemur þeim að.