Auglýsing

18 auðveldar leiðir til að vera HAMINGJUSAMARI á árinu 2018!

1. Æfðu þig oftar

Þú ert alltaf að heyra þetta – en ekki gleyma því að það er sannleikur í þessu og það að æfa þig lætur þér líða betur.

2. Borðaðu hollar

Þrátt fyrir að óhollur matur gefur þér vellíðan akkúrat á meðan þú ert að borða, þá lætur hann þér samt í raun og veru líða mikið verr. Ef að líkami þinn fær rétt næringarefni og forðast þau slæmu þá mun þér líða mikið betur og þú munt eiga orkuríkari dag.

3. Eyddu meiri tíma utandyra

Það hefur verið sannað að það að vera utandyra lætur fólki líða betur. Sama hversu upptekin/-n þú ert þá verður þú að taka einhvern tíma daglega til að fara utandyra – þess vegna fara bara með vinnuna þína út og vinna þar.

4. Vertu þakklátari

Það hefur líka verið sannað að þakklæti eykur verulega á hamingju fólks. Það að muna eftir því hversu heppin/-n þú ert og hugsa um það sem þú getur verið þakklát/-ur fyrir getur verið einstaklega kröftugt.

5. Eyddu tíma með þeim sem þú elskar og þér þykir vænt um

Það þarf líklegast ekki að taka þetta fram, en það að vera með fólkinu sem þú elskar eykur á hamingju þína. Það mikilvæga að muna með þetta, er að árangur í starfi og það ganga vel þar hefur enga þýðingu ef þú færð aldrei að sjá fjölskyldu þína og vini.

6. Lærðu eitthvað nýtt

Að þroskast og vaxa sem einstaklingur gerir fólk hamingjusamara. Finndu fljóta en örugga leið til að læra eitthvað nýtt og þú getur ekki annað en orðið hamingjusamari.

7. Hafðu minni áhyggjur af því hvað öðrum finnst

Þegar við höfum áhyggjur af því hvað öðrum finnst um okkur, þá erum við tekin úr því sem er að gerast hér og nú – og þessar áhyggjur áorka akkúrat ekki neinu.

8. Hugleiddu

Enn og aftur, það er búið að sanna það að hugleiðsla eykur hamingju.

9. Brostu oftar

Rannsóknir hafa sýnt að það að brosa hefur jákvæð tengsl í heilanum sem orsaka hamingju. Finndu eitthvað til að brosa yfir á hverjum degi.

10. Elskaðu þig…í alvörunni

Þú verður að elska sjálfa/-n þig fyrir það hver þú ert. Finndu leiðir til þess að hætta að gera lítið úr þér og draga úr sjálfsáliti þínu og leyfðu þér að elska þig, alveg eins og þú ert.

11. Öðlastu fleiri upplifanir

Upplifanir hafa miklu meiri áhrif á hamingju okkar en veraldlegir hlutir. Það að eyða pening í upplifanir frekar en að kaupa eitthvað dót er rétta ákvörðunin.

12. Gefðu tilbaka

Það að hjálpa öðrum gefur okkur hlýja tilfinningu í hjartað. Hvort sem það er að gefa í hjálparsamtök, það að hjálpa til í nær samfélaginu þínu eða ef þú finnur einhverja aðra leið, þá mun þetta leiða til þess að þú verðir hamingjusamari.

13. Finndu leiðir til að vera skapandi

Hvort sem þú upplifir sjálfa/-n þig sem listamann eða ekki, eyddu þá meiri tíma í að vera skapandi. Það hefur jákvæð áhrif á heilann og sama í hvaða vinnu þú ert þá er hægt að finna leið til að vera skapandi.

14. Hlæðu meira

Það kemur virkilega á óvart hversu gott það er fyrir okkur að hlæja. Þess vegna er mikilvægt að finna leiðir til að hlæja meira.

15. Gerðu meira en venjulega

Skoraðu á sjálfa/-n þig að vera og gera meira en þú hefur gert – slík áskorun orsakar djúpstæða fullnægingu. Það er nefnilega hægt að vera hamingjusöm/hamingjusamur á sama tíma og þú ert að keyra þig áfram!

16. Hættu að gera hlutina sem þú hefur ekki gaman af því að gera

Þetta atriði virðist líka vera augljóst. En ef við hugsum með alvöru um það hvernig við verjum tíma okkar þá getum við öll fundið atriði sem við gerum sem við höfum ekki gaman af. Það að segja ,,nei“ við það sem þú vilt ekki gera er góð ákvörðun.

17. Eyddu minni tíma á samfélagsmiðlum

Samfélagsmiðlar skilja eftir sig tilfinningu um að þurfa eitthvað meira – að við séum ekki nóg og að það skorti eitthvað í lífi okkar. Það er mikilvægt að sjá hvenær það er kominn tími til að vera minna á samfélagsmiðlum og svo fylgja því eftir.

18. Ekki hætta – ekki gefast upp

Lífið getur verið einstaklega krefjandi og það koma tímar þar sem þú getur ekkert gert til að létta á því. Á þessu ári skaltu leggja þig fram um að vera áræðin/-n og ekki gefast upp sama hvað. Á hverjum morgni þegar þú vaknar þá getur þú ákveðið hvaða hugarástand mun vera ráðandi hjá þér þennan dag. Að taka rétta ákvörðun í morgunsárið er öflug og mikilvæg leið til að verða fullnægðari í lífinu.

Við hjá menn.is óskum þér hamingju og gleði fyrir árið 2018 og vonum að þetta hjálpi til – hvort sem að það sé til að gera þig hamingjusamari einstakling eða hamingjusaman eintakling yfir höfuð!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing