Kim Kardashian var að eignast þriðja barnið sitt og hún er strax búin að ákveða að hún vilji fá fjórða barnið – og er búin að spyrja staðgöngumóðirina sem gekk með þriðja barnið hennar hvort að hún sé til í að ganga með fjórða barnið líka.
Samkvæmt heimildum UsWeekly þá tekur Kim fullan þátt í uppeldi nýja barnsins síns og vaknar líka á nóttinni þegar barnið grætur – allt til að búa til sterka tengingu þeirra á milli. Hún er mjög virk móðir og vill allt fyrir börnin sín gera.
Kim og Kanye eiga nú þegar stóra fjölskyldu – 3 börn – og með þessum fréttum þá má vænta að fjórða barnið sé á leiðinni.
Hér sést Kim með syni sínum Saint á þriðjudaginn.