Við viljum öll trúa því að fólkið sem sér um ættingja okkar á eldri árum séu gott fólk, að það hafi valið þetta starf því það vilji virkilega vera til staðar fyrir þessa einstaklinga og kunni að gera vel við þau. En það er ekki alltaf raunin.
Það sést svo greinilega á myndinni hér fyrir ofan og myndbandinu hér fyrir neðan. Ellilífeyrisþeginn á myndinni er 78 ára gömul og heitir Sabina Marsden og hún var misþyrmd á heimili sínu í Ketting á Bretlandi. Hún er með elliglöp og gat ekki sagt frá því að hin konan á myndinni, Stacey George sem er 46 ára, var reglulega að lemja hana, meiða og vanrækja. En Sabina á góða dóttur og hún og fjölskylda hennar grunuðu að það væri verið að meiða hana og settu upp falda myndavél. Hér er myndbandið:
Dóttir hennar hljóp til varnar móður sinnar þegar hún sá þetta. Hún hafði tengt myndavélina við símann sinn svo að hún gæti séð hvað væri að gerast þar og þá.
Stacey var rekin frá starfi sínu hjá Mega Care – en lögreglan ætlar ekkert að aðhafast í málinu og gaf Stacey bara viðvörun.
Dóttir Sabina, hún Gina Owen, sagði: ,,Ég næ ekki utan um þessa ákvörðun lögreglunnar, það þarf að bregðast alvarlega við svona málum.“
,,Ef ég hefði lamið Stacey þennan dag þá væri ég í verri málum en hún – og hún lamdi mömmu mína, aldraða konu. Ég hefði aldrei fengið bara viðvörun.“
,,Mamma mín er yndisleg kona sem er búin að ganga í gegnum helvíti. Hún á ekki að þurfa að lenda í svona löguðu.“
,,Ef viðvörun er það eina sem svona fólk fær fyrir að gera þennan viðbjóð, þá er það líklegra til að halda áfram að gera það.“