Hún Chloe Goodman skellti sér með systrum sínum Lauryn og Amelia til Thailands – og miðað við bikiníin þá er greinlega verið að reyna trendsetta.
Chloe er fræg fyrir hlutverk sitt í raunveruleikaþáttunum Ex On The Beach og er þekkt fyrir að flagga öllu við hvert tækifæri sem gefst. Þessi ferð er engin undantekning.
Yngri systir hennar hún Amelia er þekkt sem mikill gleðipinni og heldur víst uppi stuðinu í hvaða partýi sem hún mætir í.
Eldri systir hennar hún Lauryn er þekkt fyrir að klæðast alltaf dýrum fatnaði og þess má geta að bikiníið hennar er skreytt með gulli og gimsteinum.