Þegar við erum á sérstöku mataræði þá geta hátíðardagar verið einstaklega flóknir. Við viljum yfirleitt fá pítsu þegar við fengum venjulega pítsu, sósur ef við fengum venjulega sósur og kökur ef við fengum venjulega kökur. En hvernig er hægt að redda köku fyrir mann sem étur BARA kjöt?
Hann Nick Burroughs frá Lake City í Suður-Karólínu þurfti sko ekki að hafa áhyggjur af því að hann fengi ekki afmælisköku þrátt fyrir að hann væri kjötæta. Amma hans gaf honum þessa snilld og skreytti hana með salati bara fyrir útlit – hann borðar það allavegana ekki.
Nick deildi þessum myndum með grúppunni World Carnivore Month á Facebook – sem er opin öllum til að skoða.
Við erum ekki öll svo rík að fjölskyldur okkar taki fagnandi þeim mataræðisbreytingum sem við skellum okkur út í, hvað þá að þau geri einhverja svona snilld fyrir okkur þegar kemur að hátíðardögum. Nick er fjallauðugur maður þegar kemur að þessu!