Auglýsing

Sigurlaug lagði í stæði fyrir fatlaða en þessi jeppi blokkaði hana – Facebook var fljótt að finna sökudólginn!

Sigurlaug Ragnarsdóttir hafði lagt í stæði fyrir fatlaða – en það kom jeppi sem lagði við hlið hennar og blokkaði leið hennar inn í bílinn.

Hún setti myndina á Facebook – og hafði eigandi bílsins samband og bað hana afsökunar. Slíkur er máttur Facebook! Sigurlaug þurfti að fá stúlku til að bjarga sér um morgunin sem fór inn farþegamegin til að komast inn í bílinn.

Myndin af vandræðum mínum í morgun hefur þotið um eins og eldur um sinu og barst aðilanum sem var á bílnum til eyrna en eigandi bílsins var ekki á honum. Ég er búin að fá afsökunarbeiðni frá viðkomand. Þrátt fyrir afsökunarbeiðnina finnst mér full ástæða til þess að vekja athygli á þessum málum. 
Ég fór í blóðprufu í morgun og lagði í fatlaðra stæði… þegar ég kom út var ekki sjens að ég kæmist inn í bílinn minn. Ef ég væri ekki með bilað hné hefði ég hugsanlega getað farið farþegamegin inn og brölt yfir en ég lagði bara ekki í að gera það   enda bílstjóra hurðin til þess að ganga um hana. Ég vil taka það fram að jeppanum er troðið inn á stæðið sem ég var í og á svæði sem er alls ekki stæði… Mér finnst með ólíkindum hvað borin er lítil virðing fyrir fólki sem þarf á þessum stæðum að halda   Það sem reddaði mér var ung og falleg stúlka að nafni Þórunn (neinei ekki Þórunn systir) og hún smaug ekki á milli bílana heldur þurfti að brölta úr farþegasætinu og fór létt með það  . Þú þarna bílstjóri á bifreiðinni þú mátt skammast þín fyrir að virða ekki náungann meira en þetta!!
Þið megið gjarnan deila þessu!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing