Mynd af Mel B árið 2008
Á myndinni hér fyrir ofan þá sjáum við hvernig Mel B leit út hér áður fyrr – en eins og við sjáum á myndunum hér fyrir neðan þá er hún algjörlega óþekkjanleg.
Hún birti þessar myndir af sér á Instagram og aðdáendur hennar voru fljótir að benda á hvíta húðlitinn hennar, gagnrýna hana og segja hana hafa farið í hvítunaraðgerð (klór-hvítun á húðina hennar).
Hennar svar við ábendingum aðdáenda um hvíta húðlit hennar var: ,,Já og ég þarf nauðsynlega að ná mér í sólbrúnku.“
Það er allavegana greinilegt að það er búin að eiga sér stað mikil breyting á Mel B – hvernig hún átti sér stað liggur á milli hluta.