Á meðan margir skólar í Bandaríkjunum hafa dregið úr frímínútum og aukið Rítalín skammtana – hefur einn skóli í Texas tekist að ná áhuga barnanna. Nú sitja þau með áhuga við námsefnið.
Hvert er leyndarmálið? Þau hafa þrefaldað frímínúturnar!
Í staðinn fyrir 20 mínútna frímínútur á dag, hefur Eagle Mountain Elementary, gefið sínum nemendum klukkutíma á dag – brotið upp í fjögur 15 mínútna hlé. Fjallað er um þetta á vef Today.com.
Kennararnir segja að aðferðin hafi gjörbreytt þeim.
Börnin eru ekki eins mikið á þönum, ekki eins annars hugar, eru með áhugann við lærdóminn og gefa tíðar augnsamband.
Eagle Mountain er einn nokkurra skóla í Texas, Oklahoma og Kaliforníu sem eru að skoða auka frímínútur sem hluta af þriggja ára tilraun. Hugmyndin kom frá Finnlandi, þar sem nemendur fá bestu einkunnir í heimi í lestri, stærðfræði og vísindum.
Höfundur prógramsins sem kallast LiiNK — er Debbie Rhea í Texas Christian University. Rhea eyddi 6 vikum í Finnlandi árið 2012 til að uppgötva þessa aðferð.
Á LiiNK vefsíðunni má sjá nokkra hluti sem hafa fengist út úr prógraminu.
- Aukinn athygli.
- Bættur námsárangur.
- Betri mæting.
- Minni greiningar á hegðun (kvíða, ADHD, reiði)
- Aukin
Sumir kennarar í Eagle Mountain segja að þeir hafi verið stressaðir hvernig þetta myndi virka. Og hvernig þeir myndu halda nemendunum við efnið. Eftir að hafa verið aðeins hálfnuð í gegnum fyrsta árið – sagði Cathy Wells við NPR að þau væru komin langt á undan áætlun.
Spurning hvort það sé ekki spurning að koma þessu á í íslenskum skólum?