Bonheur, frá Brisbane í Ástralíu er ansi ótrúlega vaxinn. Eiginlega svo ótrúlega að það eru fáir sem trúa því að þetta sé hans náttúrulega lúkk.
Hann er sakaður um að fótósjoppa af sér myndir – en hann harðneitar því.
„Ég hef alltaf viljað verða stærri, síðan ég var átta ára gamall. Ég sá mig fyrir mér sem stærri – þar sem ég var mjög grannur og svo hávaxinn. Á 16 ára afmælinu fór ég svo í ræktina.“
Núna tveimur árum síðar er hann búinn að fara í ræktina sex sinnum í viku, borða 150 gr. af próteini á dag – drekka 3,5 lítra af vatni – og er orðinn 88 kíló.
Það merkilegasta er þó að hann er 130 sentimetrar í kringum axlirnar – en 73 í kringum mittið.
Frekar óraunverulegt – en svona er hann bara vaxinn!