Auglýsing

Hið vinsæla góðgerðarhlaup Wings for Life haldið í fyrsta sinn á Íslandi!

Loksins fá Íslendingar að taka þátt í Wings for Life hlaupinu en það verður haldið í fyrsta skipti hér á landi sunnudaginn 6. maí næstkomandi. Um er að ræða alþjóðlegt átak en allur ágóði af hlaupinu rennur til rannsókna á mænuskaða.

Yfir 50 lönd taka þátt í hlaupinu að þessu sinni en rástíminn er sá sami um allan heim, kl. 11:00 að íslenskum tíma. Mörg lönd þurfa því að hlaupa um miðja nótt en Íslendingar eru heppnir með tímasetninguna.Ástralir þurfa að hlaupa að nóttu til og eru því með höfuðljós í hlaupinu.

Í fyrra söfnuðust yfir 800 milljónir króna á heimsvísu en allur ágóði hlaupsins rennur til góðgerðarstofnunarinnar Wings for Life sem vinnur að því að finna lækningu við mænuskaða. Það er því ánægjulegt að Íslendingar fá tækifæri til þess að taka þátt í þessu
heimsþekkta hlaupi og í leiðinni látið gott af sér leiða.

Eina hlaupið sinnar tegundar á Íslandi
Hlaupið er óvenjulegt að því leyti að það er ekkert fyrir fram ákveðið endamark. Til þess að skrá sig í hlaupið þarf að sækja Wings for Life World Run appið. Appið er svo notað sem mikilvægur þáttur í hlaupinu þar sem „eltibíll“ í appinu keyrir af stað hálftíma eftir að hlaupið hefst og reynir að ná keppendum. Bíllinn ekur um á 15 km/klst en þegar bíllinn tekur fram úr keppenda er hann eða hún sjálfkrafa úr leik.

Hér er hægt að ná í Wings for Life World Run appið:

Fyrir iPhone notendur – HÉR
Fyrir Samsung notendur – HÉR 

Skráning í hlaupið er hafin og kostar 20 evrur að taka þátt eða um 2.400 íslenskar krónur.

Hlaupið verður í kringum Rauðavatn en hringurinn er um 7 km að lengd. Það verður því hlaupið hring eftir hring þar til eltibíllinn nær keppendum.

Allir aldurshópar geta tekið þátt í hlaupinu sem er haldið víðsvegar um heim

Frekari upplýsingar um hlaupið fást HÉR!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing