Sjálf Wonder Woman, Gal Gadot, mætti í búninginum á barnaspítala til að gleðja börn og fjölskyldur þeirra sem eru í þessum erfiðu aðstæðum.
Fólk átti bara ekki til orð að Gal Gadot skildi hafa gefið sér tíma til að koma og hvað þá að hún hafi mætt sem Wonder Woman.
Það var ekki bara fjölskyldunum sem fannst æðislegt að sjá hana heldur var starfsfólkið líka svo ánægt með komu hennar – vitandi hvað svona heimsókn getur haft góð áhrif.
Svona á að nota frægð sína – til að vera yndisleg manneskja.
Vel gert Gal Gadot, vel gert!