Það er hættulegt að óska eftir meiri sól, sérstaklega þar sem að við fengum nýjan skaðvald til landsins fyrir þrem árum sem elskar sólina.
Lúsmýið mætti með auknum og hita – og þessi viðbjóður skilur eftir sig hræðileg bitför sem eru mikið verri en hjá venjulegu mýi.
Nú er þessi plága mætt á höfuðborgarsvæðið og tilbúin til að bíta sig í gegnum mannfjöldann.
Lúsmý er nú þegar að finna vestan við Elliðaár, í Vesturbænum, Grafarholti og í Breiðholti – en því miður þá eru skordýrafræðingar á því að flugan muni halda áfram að dreifa sér. Sorglegt en satt, þá bítur blóðsugan líka innandyra.
Fólk hefur þurft að leita sér aðstoðar á heilsugæslu vegna ofnæmisviðbragða og ef þú upplifir eitthvað álíka þá skaltu ekki bíða heldur bara skella þér. Einnig þá hefur fólk líka leitað til heilsugæslunnar vegna þess hve alvarleg bitin voru.
Best er að hreinsa bitin með spritti eða kæla það.