Auglýsing

Sonur hennar varð NÆSTUM fyrir bíl á Hringbrautinni – ,,Þarna hafa orðið slys alltof oft“

Hún Guðrún Birna Brynjarsdóttir setti þessa færslu í Facebook hópinn Vesturbærinn eftir að sonur hennar varð næstum fyrir bíl.

Hún er að kvarta yfir ,,tifandi tímasprengju“ sem þarfnast nauðsynlega athygli yfirvalda:

Kæru íbúar Vesturbæjar!

Hefur verið haldinn íbúafundur sérstaklega tengt málefnum Hringbrautarinnar og hættunni sem þar skapast?

Sonur minn varð næstum því fyrir bíl í gær á gatnamótunum við Hringbraut/Hofsvallagötu og mátti ekki miklu muna þótt að hann hafi verið með foreldri & verið með grænan göngukall.
Þarna hafa orðið slys alltof oft og virðist Borgin benda á Ríkið og öfugt útaf eignarhaldi vegarins að því að mér skilst.

Ef enginn íbúafundur hefur verið haldið um þessa tifandi tímasprengju er ekki kominn tími á það? Pressa á einhverskonar úrbætur í mjög náinni framtíð. T.d. göngubrú eða eitthvað annað?

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing