Það er búið að vara Kólumbíubúa við því að stunda kynlíf, þar sem að það er of heitt í Kólumbíu. Heilbrigðisstofnanir þarlendis gáfu út viðvörunina út af hitabylgjunni í landinu.
Einnig var fólki sagt að passa upp á að drekka nóg af vatni og vera í víðum fatnaði – en það sem stendur náttúrulega upp úr er að þeir segja Kólumbíubúum að stunda ekki kynlíf.
,,Passið ykkur að stunda ekki kynlíf þegar að hitinn er mikill, sérstaklega ekki í hádeginu, þar sem að þetta er líkamlega krefjandi og eykur hjartsláttinn.“ sagði heilbrigðisráðherrann hann Julio Salas.
Svo kórónaði Julio þetta með að segja: ,,Ef þið verðið nauðsynlega að stunda kynlíf bíðið þá þangað til að sólin er sest.“