Hann Jarl Sigurgeirsson er gjörbreyttur þökk sé óvenjulegu mataræði sem hann er á.
Þetta átti ekki að verða að lífstíl hjá honum, heldur bara einhver prufukeyrsla á klikkaðri hugmynd – en átta mánuðum síðar getur hann ekki hugsað sér annað en að halda áfram að vera kjötæta.
Nú hef ég borðað eingöngu kjöt í 8 mánuði. Fæ mér smá osta, egg, smjör og fisk með drekk einnig bara vatn og kaffi. Ég hugsaði náttúrulega ekkert um að taka einhverja mynd af mér í upphafi, enda var ekki ætlunin að gera þetta að lífsstíl heldur frekar bara að prófa svona klikkaða hugmynd í einn mánuð. Eins og áður segir eru mánuðurnir orðnir 8 og ég er ekkert á leiðinni að snúa af þessari leið enda líðanin dásamleg og aukakílóin sem safnast höfðu á óæskilega staði horfin á braut rétt tæp 20 talsins. Af þeim er enginn söknuður. Þessar tvær myndir sendi Ævar vinur minn mér um daginn, en ég kíki á sjúkrahúsið alltaf í vikunni fyrir þjóðhátíð og spila fyrir vistmenn og starfsfólk. Á þessari mynd má sjá gítarleikarann sem kom í ár og líka þann sem kom í fyrra. Ég er þeir báðir