Leikarinn Jóhannes Haukur er heldur betur búinn að vera gera það gott undanfarin ár. Hann hefur meðal annars leikið í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones, kvikmyndinni Alpha og síðan fer hann á kostum í þáttaseríunni The Innocents sem er á Netflix.
Jóhannes mætti í podcast til drengjanna Konna Gotta og Arnórs Daða. Þeir eru nýbyrjaðir með podcastið Hoboville og hægt er að horfa á það á Youtube og hlusta í podcast appinu. En þarna spjallaði Jóhannes um stóra breikið sitt, Alpha og margt fleira í tengslum við leiklistina. Hér getur þú séð brot úr þættinum eða jafnvel horft á þáttinn í heild sinni.