„WOW Air might have you saying „Wow!“ Just not in the way you want“ – svona hljómar byrjunin á gagnrýninni hjá Far & Wide (www.farandwide.com) þar sem WOW Air var valið versta flugfélagið í heimi.
Gagnrýnin er unnin upp úr rannsókn ferðaþjónustufyrirtækisins AirHelp, sem vildi komast að því hversu góð flugfélögin væru miðað við hvort annað.
Eftirfarandi þættir voru mældir og þeim gefnar einkunnir – og þetta eru tölugildin sem voru sett við WOW Air, sem gerði þau að versta flugfélaginu í heimi:
On-time performance: 7.5
Quality of service: 6.0
Claim processing: 1.7
TOTAL: 5.04
Svona til að hafa annað flugfélag til viðmiðunar þá var flugfélagið Easyjet valið fjórða versta flugfélagið í heimi og það fékk þessar einkunnir
On-time performance: 7.8
Quality of service: 7.8
Claim processing: 1.3
TOTAL: 5.66
Far & Wide viðurkenna að fólk sem er bara að leita að besta verðinu er samt líklegt til þess að fljúga með WOW Air, en bendir bara að á að það eigi ekki að búast við góðri flugreynslu og að þau muni líklegast koma til með að kvarta, „hátt“, yfir þjónustunni sem þau fá.