Nú er kominn til landsins – alveg nýr Ford Focus. Bíllinn þykir allra glæsilegasti Ford Focus til þessa og hefur fengið frábæra dóma út um allan heim.
Frumsýningin á bílnum fer fram laugardaginn 3. nóvember – milli kl. 12 og 16 í sýningarsal Ford við Bíldshöfða 6 í Reykjavík og Tryggvabraut 5 á Akureyri.
Nýr Ford Focus
Nýr Ford Focus markar nýja tíma hvað varðar tækni, þægindi, pláss og akstursupplifun í flokki fólksbíla. Í 20 ár hefur Ford Focus verið þekktur fyrir frábæra aksturseiginleika og framúrskarandi gæði en er núna enn betri en áður. Í nýjum Focus er hægt að velja um þrjár akstursstillingar sem breyta aksturseiginleikum mikið, hann fær t.d. áberandi mikla sportbílaeiginleika í sportstillingunni.
Eitt það skemmtilegasta við bílinn er hvernig hægt er að tengast honum með símanum með Ford Pass.
FordPass hjálpar þér með að finna staðsetningu bílsins og segir til með stöðu bílsins eins og bensínmagn, olíumagn, birtir viðvaranir og fleira. Það er meira að segja hægt að opna og læsa bílnum sem og að starta honum með símanum einum.
Rík áhersla hefur verið lögð á allan öryggisbúnað og má nefna að núna er staðalbúnaður árekstrarvari að framan sem nemur einnig gangandi og hjólandi vegfarendur, veglínuskynjari og umferðaskiltalesari svo fátt eitt sé nefnt af ríkulegum öryggisbúnaði.
Þægindi og öryggi
Staðalbúnaður Ford Focus er á pari við margan lúxusbílinn. Hann er með loftkælingu og upphitanlegri framrúðu, fékk fimm stjörnur í öryggisprófi EURO NCAP, er sítengdur með Bluetooth og búinn nýjustu tækni. Öryggisbúnaður: ökumannsvaki (Drivers Alert), árekstravari (Active City Stop), og veglínuskynjari (Lane Keeping Alert). Að auki er brekkuaðstoð sem auðveldar ökumanni að taka af stað í halla. Apple CarPlay og Android Auto og 6 hátalarar og fjarstýring í stýri fyrir hljómtæki. My Key búnaður (forritanlegur lykill með takmörk á hámarkshraða, hljóðstyrk hljómtækja ofl.) Stillanlegir akstursmátar (Normal/Eco/Sport) og Easy fuel búnaður sem kemur í veg fyrir að rangt eldsneyti sé sett á bílinn.
Fjölskyldubíllinn Ford Focus er glæsilegri og plássmeiri en nokkru sinni fyrr. Hann er ríkulega búinn, með einni bestu akstursaðstoð sem Ford hefur gert til þessa, með fimm stjörnu öryggi og Bluetooth samskiptakerfi.
Tengi og afþreyingarmöguleikar eru meðal annars raddstýrðu SYNC 3 hljómtæki með snertiskjá og FordPass Connect, einnig er fáanlegt þráðlaus hleðsla, B&O hljómtæki. Apple CarPlay og Android Auto er einnig staðalbúnaður.
Kíktu á frumsýningu í Brimborg – og upplifðu að eigin raun hversu frábær hann er!