Hún Brynja Eldon kom að heimilislausum manni fyrir utan Hagkaup í Skeifunni. Honum var svo kalt að puttarnir hans voru bláir og kinnarnar frostbitnar.
Eftir Facebook færsluna hennar um málið þá eru ansi margir Íslendingar að spyrja sig sömu spurningar og hún: „Hvað í alvörunni er í gangi hérna á landinu okkar?“
Ég var um miðnætti í Hagkaup í Skeifunni að kaupa mjólk fyrir heimilið sem eru kannski merkilegar fréttir nema fyrir þær sakir að þegar ég var að keyra í burtu frá búðinni sé ég mann sitja sofandi upp við húsið. Ég keyrði framhjá honum nokkra metra en komst ekki lengra…
…ég gat ekki keyrt áfram án þess að athuga hvort ég gæti eitthvað hjálpað honum.
… ég snéri því bílnum við og lagði honum. Ég gekk til hans og spurði hvort ég gæti eitthvað hjálpað honum?
Hann sagði þá strax, mér er svo kalt, ég er alveg frosin og hef ekkert húsaskjól.
Ég sagði að því miður gæti ég persónulega ekki veitt honum skjól en ég gæti keypt handa honum eitthvað að borða. Ég spurði hann hvað hann langaði í og ég sagði honum að bíða augnablik ég skildi fara inn að kaupa handa honum mat og eitthvað að drekka.
… það gerði ég og fór út með það sem hann langaði í, þá var hann staðinn upp og búinn að færa sig nær hurðinni og beið greinilega eftir mér.
Ég sýndi honum ofan í pokann það sem ég keypti og guð minn góður það sem mann greyjið var þakklátur. Hann þakkaði mér mörgu sinnum fyrir það litla sem ég gerði fyrir hann.
Á meðan ég talaði við hann sá ég að fingur hans voru bláir af kulda og kinnarnar hans voru frostbitnar.
Í alvöru fólk..
hjartað mitt er svo kramið að ég get ekki lýst því… að þarna sé maður sem er örugglega nær dauða en lífi útaf hungri og kulda á Íslandi í desember.
Hvað í alvörunni er í gangi hérna á landinu okkar?????
Á meðan spilltir helvítis alþingismenn tala illa um aðra og drulla upp á bak er þessi maður ásamt öðrum að svelta til dauða ef hann frís ekki til dauða áður.
Þetta er ekki hægt!!!!!!!!
Það þarf að gera eitthvað STRAX í málum þeirra sem minna meiga sín..
Ég ætla svo innilega að vona að þessi blessaði maður komist inn í hlýju einhverstaðar áður en hann lætur lífið úti í kuldanum.
Ég er ekki að biðja um hrós fyrir að gefa þessum manni mat.. ég vildi bara skapa smá umræðu um þetta í þeirri von um að eitthvað gerist til þess að allir landsmenn geti sofið áhyggjulausir inni í hlýjunni og fengið að borða á hverjum degi.