Verslunin Computer.is býður upp á glæsilegt úrval vandaðra vara – á mjög góðu verði. Það er einstaklega gott að gera góð kaup þar fyrir jólin – en hér eru 8 geggjaðar hugmyndir.
Google Chromecast Ultra 4K UHD HDMI stick nýjasta Chrome Cast Ultra 4K má nota til að spila efni beint út símanum þínum eða tölvunni yfir í hvaða sjónvarp eða skjá sem er með HDMI tengi, allt í gegnum þráðlausa netið á heimilinu! Einföld uppsetning með Google Home appinu. Græjan styður Wireless-AC sem þýðir að þú streymir hraðar en nokkru sinni fyrr og þjónustur á borð við HULU og Netflix virka betur en áður.
Breyttu sjónvarpinu í risastórann myndaramma, þráðlausan tölvuskjá eða Youtube skemmtigarð. – Endalausir möguleikar! annaðhvort er hægt að tengja með 3,5mm tengi eða USB. Dolby 7.1 vottuð, kristaltær hljómur og djúpur bassi. Þú verður ekki fyrir vonbrigðum með þessi!
Verð: 14.990 kr.
Heyrnartól Logitech G PRO Gaming headset Logitech G Pro heyrnartólin eru hönnuð með atvinnuspilamennsku í huga. Hér færðu bestu mögulegu hljómgæði ásamt hljóðnema á heimsmælikvarða. Stuðningur við 7.1 Virtual Sound með Windows Sonic eða Dolby Atmos. Þau tengjast með 3,5mm Combo Mini-Jack en breytistykki yfir í 2x 3,5mm Mini-Jack fylgir með. Hægt er að taka hljóðnemann af. Þau eru samhæfð fyrir PC, PS4™, Nintendo Switch™, Xbox One, VR og fleiri tæki.
Verðtilboð: 17.991 kr.
Fartölva Lenovo 14,0 Yoga 530 i3 4GB 256GB Win10 Lenovo Yoga 530 vélarnar eru stórglæsilegar í alla staði og á einstaklega góðu verði. Þær vega ekki nema 1,6kg og koma með allt að 10klst rafhlöðuendingu. Þessi útfærsla kemur með glænýjum Intel Core i3-8130U örgjörva, 4GB DDR4 vinnsluminni og 256GB SSD disk. Snúðu skjánum við um 360° og notaðu sem spjaldtölvu. Allir algengustu tengimöguleikarnir á borð við USB3, USB-C og Full Size HDMI. Vandaðir hátalarar með Dolby vottun og einstaklega skýr IPS fjölsnertiskjárgera þessa að framtíðareign sem þú verður ekki fyrir vonbrigðum með.
Verð: 98.910 kr.
Skjár Samsung 34″ Curved 3440×1440 100Hz C34H890
Stórglæsilegur 34″ boginn (Curved) skjár með 100Hz tíðni og hentar því í leikjaspilun og/eða kröfuharða notendur sem vilja einn risa stórann skjá. 178° sjónarhorn gerir hann kristaltæran frá öllum sjónarhornum. Öll helstu tengi sem þarf: HDMI, Display Port, USB-C, 2x USB3.0 Hub og tengi fyrir heyrnartól. Upphækkanlegur fótur sem stilla má að þörfum hvers og eins.
Verð: 129.900 kr.
Flakkari Western Digital MyCloud 3,5 4TB RJ45 Home
Vertu með afrit af öllum tækjum heimilisins á einum stað – 4TB Geymslupláss. Tengist beint við WiFi routerinn þinn og síðan er einföld uppsetning með snjallsíma (Andoird / iOS). Sjálfvirk afritunartaka (Auto-Backup) af snjalltækjum og tölvum. Auðveldur aðgangur að öllum þínum skjölum hvaðan sem er í gegnum internetið. Engin mánaðargjöld og gögnin eru í þínum höndum!
Verð: 34.900 kr.
Spjaldtölva Lenovo TAB4 10″ IPS 2GB 16GB Andr.7.0
Lenovo TAB4-10 kemur með Android 7.0 stýrikerfi, kristaltærum 10″ IPS skjá, 2GB RAM og 16GB geymsluplássi. Rafhlaðan endist í 20 klukkustundir, hvorki meira né minna! Tölvan er ekki nema 506 grömm og 8,4mm þunn. Frábær græja í alla staði sem hentar vel fyrir þá sem vilja góða spjaldtölvu án þess að borga of mikið.
Verð: 29.990 kr
Myndarammi 10″ Sweex USB/SD WiFi Cloud White
Fallega hannaður 10“ stafrænn myndarammi meðsnertiskjá. Hægt er að sýna ljósmyndir af USB lykli, SD minniskorti eða varpa beint af snjalltæki í gegnum einfalt app. Myndaramminn tengist á einfaldan hátt inn á þráðlaust WiFi net sem gerir þér kleift að senda myndir á hann hvaðan sem er í heiminum. Gengur bæði á Android og IOS stýrikerfi. Gjöfin sem heldur sífellt áfram að gleðja?
Verðtilboð: 19.990 kr.
Spjaldtölva Lenovo TAB4 7″ Essential 16GB Andr.7.0
Lenovo Tab 7 Essential kemur með nýjustu útgáfu af Android 7.0 stýrikerfinu. Fjögurra kjarna örgjörvi og u.þ.b. 10 klst ending á rafhlöðunni. Hér færðu sérstaklega mikið fyrir peninginn, frábær spjaldtölva fyrir tölvuleiki, fréttalestur eða í raun hvað sem er! Þessi útfærsla er með 16GB geymsluplássi ásamt 3G módemi fyrir SIM kort.
Verð: 19.990 kr.
Allar upplýsingar í fréttinni eru birtar með fyrirvara um villur og breytingar. Nánari upplýsingar má finna á www.computer.is .