Eins og við sögðum frá í gær þá eru Sigmundur Davíð og hinir Miðflokks þingmennirnir sem voru á Klaustri búnir að kæra hana Báru fyrir upptökuna. Flestum virðist blöskra að þingmennirnir ætli að reyna ná pening frá öryrkja.
Bára mun samt ekki þurfa að borga krónu á meðan Íslendingar hafa eitthvað með það að gera, því að í samfélaginu öllu ómar kall frá fólki um söfnun ef að hún skyldi þurfa að borga svo mikið sem krónu.
ef svo ólíklega vildi til að Bára Marvin yrði dæmd til að borga eitthvað þá verður slegið í söfnun hér og ég skal stjórna uppboði og hvaðeina
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) December 11, 2018
Facebook hópurinn ‘Takk Bára’ er nú þegar kominn með 13.258 meðlimi þrátt fyrir að það sé ekki liðinn heill sólarhringur síðan að hópurinn var stofnaður.
Þar er verið að ræða ýmsa möguleika á söfnun fyrir hana og öruggt að enginn þar vill að hún hljóti nokkurt fjárhagslegt tjón út af þessu.
Var að ráðfæra mig aðeins við lögfræðing. Þetta bréf er bara rétt byrjunin og það getur vel verið að það komi ekkert út úr þessu. Á þessu stigi málsins er allavega ekki tilefni til að fara í safnanir. Ég held áfram að fylgjast með og reyni að grípa inn í ef þarf.
Það á alveg eftir að koma í ljós hvort úr verði einhver lögsókn. Áfram Bára!