Hann Björgvin Gíslason setti þessa færslu á Facebook um það fallegasta sem hann hefur lesið á Internetinu í dag.
Þetta er texti sem Stefán Karl skrifaði móður sinni 15. desember 2013 þegar hann var að leika Grinch í Bandaríkjunum:
Það fallegasta sem ég hef lesið á internetinu í dag. Stefán Karl skrifar móður sinni þegar hann var að leika Grinch í Buffalo 15 desember 2013:
“Í morgun kom til mín heimilislaus maður hér í 18 stiga frostinu og bað mig um 11 dollara svo að hann fengi að gista í gistiskýlinu sem er hér við hliðina. Ég rétti honum 20 dollara og fannst það nú ekkert nema sjálfsagt. Hann þakkaði mér fyrir og gekk burtu.
Eftir u.þ.b. 15 mínútur kom hann aftur með 9 dollara og rétti mér. Í fyrstu varð ég svolítið hissa og fannst þetta hálf kómíkst. Ég sagði honum að afganginn mætti hann eiga. Þá tók hann í hendina á mér og bað guð að blessa mig og fjölskyldu mína, óskaði mér gleðilegra jóla og spurði hvað ég væri að gera hér. Ég sagði honum að ég væri að leika Grinch. Þá hló hann og sagði: „Já, er það ekki merkilegt hvernig sagan hefur snúist í höndunum á okkur þegar Grinch er farinn að gefa“ svo gekk hann í burtu í rifinni úlpunni.
Hér á hótelinu er nú verið að halda 700 manna jólaveislu. Hingað streyma flottir bílar, fjöll af mat og troðfullir bílar af pökkum og gjöfum. Ekki ein einasta manneskja brosir, býður góðan daginn eða óskar mér gleðilegra jóla.
En ég er sáttur, því í morgun hitti ég hinn sanna jóla-anda.
❤️ ❤️”