Kona sem býr í stúdentaíbúðinni sþar sem eldur kom upp á sjöunda tímanum í gærkvöldi var færð í fangageymslu eftir brunann. Lögreglan mun yfirheyra hana þegar ástand hennar leyfir. Þetta kemur fram á Vísi.is.
Þar kemur fram að konan hafi verið í annarlegu ástandi þegar hún var flutt til skoðunar á slysadeild Landspítalans eftir brunann. Haft er eftir Jóhanni Karli Þórissyni, aðstoðayfirlögregluþjóni, á Vísi að hún hafi verið vistuð í fangageymslu í nótt en ekki er vitað um eldsupptök.
Töluverðar skemmdir urðu á íbúðinni en reykkafarar slökktu eldinn um klukkan hálf sjö. Hann hafði komið upp í íbúð á fyrstu hæð stúdentaíbúða á Eggertsgötu 24. Allt tiltækt slökkvilið var sent á vettvang.