Steindór Jónsson, blaðamaður Stundarinnar og grínisti, gagnrýnir skopmyndateiknara Morgunblaðsins, Helga Sigurðsson, á Twitter síðu sinni í dag. Steindór birtir myndina sem Helgi teiknaði í blaðinu í dag á Twitter ásamt mynd af Helga sjálfum.
Sjá einnig: „Skopmynd“ Morgunblaðsins harðlega gagnrýnd á Twitter: „Fáránlegt og ekki einu sinni fyndið“
„Það er ekki gaman að dreifa hatrinu hans þannig að ég læt andlitið hans fylgja með,“ skrifar Steindór. Helgi hefur reglulega verið gagnrýndur fyrir myndir sínar í Morgunblaðinu en Steindór er á því að hann hafi náð nýjum hæðum í viðbjóði í dag.
Teiknari Moggans nær nýjum hæðum í viðbjóði í dag. Það er ekki gaman að dreifa hatrinu hans þannig að ég læt andlitið hans fylgja með. pic.twitter.com/u6sEgvn2Vt
— Steindor Jonsson (@steindorjonsson) July 22, 2019