Boris Johnson hefur verið valinn leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi og mun taka við sem forsætisráðherra landsins af Theresu May sem stýrði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í morgun.
Tilkynnt var um kjörið í morgun en Boris fékk um tvöfalt fleiri atkvæði en mótherji hans, Jeremy Hunt, fráfarandi utanríkisráðherra en Boris gegndi stöðunni á undan honum. Boris Johnson fékk 92.153 atkvæði en Hunt 46.656.
Johnson þakkaði bæði Hunt og May í þakkarræðu sinni í morgun. Hann hét því þá að hefjast strax handa við að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu.
Many congratulations to @BorisJohnson on being elected leader of @Conservatives – we now need to work together to deliver a Brexit that works for the whole UK and to keep Jeremy Corbyn out of government. You will have my full support from the back benches.
— Theresa May (@theresa_may) July 23, 2019