Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins í Bretlandi, segir að Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands, hafi ekki unnið sér inn titilinn með stuðningi Breta heldur einungis innan við 100 þúsund meðlima Íhaldsflokksins.
Í morgun var greint frá því að Boris Johnson tæki við af Theresu May sem forsætisráðherra Bretlands. Boris fékk um tvöfalt fleiri atkvæði en mótherji hans, Jeremy Hunt, fráfarandi utanríkisráðherra en Boris gegndi þeirri stöðu á undan honum. Boris Johnson fékk 92.153 atkvæði en Hunt 46.656.
Corbyn segir í Twitter-færslu eftir að fréttirnar bárust að Boris hafi einungis unnið sér inn stuðning fólks innan Íhaldsflokksins með því að lofa skattalækkunum fyrir þá ríkustu og með því að auglýsa sig sem vin bankamanna. Auk þess sem að hann ýtir á eftir eyðileggjandi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings.
Corbyn er á því að fólkið í Bretlandi eigi að ákveða hver næsti forsætisráðherra landins er með kosningum. Boris Johnson hafi ekki unnið sér inn traust almennings í landinu.
Boris Johnson has won the support of fewer than 100,000 unrepresentative Conservative Party members by promising tax cuts for the richest, presenting himself as the bankers' friend, and pushing for a damaging No Deal Brexit.
But he hasn't won the support of our country.
— Jeremy Corbyn (@jeremycorbyn) July 23, 2019