Í hádeginu varð umferðarslys á Ólafsfjarðarvegi þar sem einn var fluttur af slysstað með sjúkrabíl. Þetta kemur fram á vef Mbl.
Samkvæmt lögreglunni á Norðurlandi eystra vinnur lögregla nú á vettvangi slyssins ásamt slökkviliði Dalvíkur en tildrög slyssins liggja ekki fyrir.
Fyrr í dag varð umferðarslys á Öxnadalsheiði þegar olíubifreið valt. Lögreglan ráðlagði vegfarendum að keyra um Ólafsfjörð og Siglufjörð í kjölfarið en nú hefur myndast þar töluverð umferðarteppa. Myndir frá umferðinni á veginum má sjá á vef Kaffið.is.