Auglýsing

Meinaður aðgangur á Austur vegna kynhneigðar sinnar – Dyravörðurinn rekinn

Númi Sveinsson fékk ekki að fara inn á skemmtistaðinn Austur um nýliðna helgi þar sem dyravörður hleypti honum ekki inn vegna kynhneigðar. Númi segir að honum hafi blöskrað en sé ánægður með viðbrögð staðarins eftir atvikið. Þetta kemur fram á vef Vísis.

„Ég er eitthvað að reyna laga eyrnalokkinn minn á meðan ég er að finna skilríkið mitt og þá segir dyravörðurinn við mig „gay’s are not allowed inside eða samkynhneigðir eru ekki leyfðir hér,“ segir Númi og bætir svo við að hann hafi neitað því að vera samkynhneigður og farið inn og sótt vini sína.

Dyraverðinum var sagt upp í kjölfarið og Raul Ferreira segir í samtali við Fréttastofu Stöðvar 2 að skemmtistaðurinn standi ekki fyrir þetta, þetta hafi verið sjokk fyrir hann en hafi þó verið mistök einnar manneskju en ekki klúbbsins.

Viðtal við Núma og Raul úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær má sjá hér að neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing