Auglýsing

Unnur Eggerts gekk út úr áheyrnaprufu þegar hún fékk óvænta og óviðeigandi senu í hendurnar: „Ég átti að öskra, bara eins og í klámmynd“

Unnur Eggertsdóttir var gestur Dóru Júlíu í útvarpsþættinum Radio J’adora á Útvarpi 101 á dögunum þar sem að hún ræddi líf sitt í Bandaríkjunum þar sem hún reynir fyrir sér sem leikkona. Unnur ræddi meðal annars fjölbreyttar áheyrnaprufur sem hún hefur sótt í gegnum tíðina og segir að þær séu ekki alltaf jákvæð upplifun.

Hún segir frá því að í eitt sinn hafi hún farið í prufu fyrir bíómynd þar sem að hún hafi leikið fyrir framan hóp af karlmönnum. Á staðnum hafi henni verið rétt handrit með nýrri kynlífssenu en hún hafi ekki látið það yfir sig ganga.

„Þetta var atriði sem gerðist í draumi aðalleikarans og ég lék kærustu hans. Hann er að dreyma mig að sofa hjá einhverju skrímsli. Ég átti að öskra, bara eins og í klámmynd og allt stigmagnaðist. Þetta var ekki í handritinu sem ég fékk upphaflega en þeir sögðust hafa bætt þessu nýverið við. Ég sagði nei strákar mínir. Ég var brjáluð og labbaði út. Ég tilkynnti þá á síðunni sem prufurnar voru auglýstar og sagði að þeir væru bara að fokka í ungum leikkonum,“ segir Unnur.

 

Ítarlegt viðtal við Unni Eggertsdóttur má nálgast á vef Útvarps 101 með því að smella hér. Einnig er hægt að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing