Auglýsing

Þrettán starfsmönnum sagt upp hjá Sýn í dag

Þrettán manns var sagt upp hjá fjölmiðlafyrirtækinu Sýn í dag. Á meðal þeirra sem var sagt upp eru íþróttafréttamaðurinn Hjörvar Hafliðason og fréttamenn Stöðvar 2, Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Sighvatur Jónsson. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Heiðar Guðjónsson, forstjóri Vodafone, staðfesti fréttirnar í samtali við blaðið og sagði að ástæðan sé sameining sviða. Um sé að ræða lið í skipulagsbreytingum og þetta sé engin stórfrétt.

Hjörvar Hafliðason kvaddi aðdáendur sína á Facebook síðu Brennslunnar í dag. „Þá er komið að endalokum eftir 4 góð ár í Brennslunni. Hafði illa gaman að þessu og sérstaklega samskiptunum við hina þræleðlilegu hlustendur okkar. Þarsíðasta sumar eignaðist ég nýtt barn í fjölmiðlum sem heitir Dr. Football og nú fer tíminn í að láta það verkefni halda áfram að vaxa. Ótrúleg vitleysa sem gekk á í þessi 4 ár en uppáhalds geðveikin mín var þessi fegurðarsamkeppni sem við stóðum fyrir í apríl. Takk fyrir mig og verið góð kútana mína,“ skrifar hann.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing