Auglýsing

Tekjuhæstu áhrifavaldar Íslands: Vargurinn á toppnum

Snorri Rafnsson, betur þekktur sem vargurinn, er tekjuhæsti áhrifavaldurinn samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Töluverður munur er á tekjum íslenskra áhrifavalda samkvæmt blaðinu en þetta kemur fram á Vísi.

Til að mynda er Vargurinn með nánast 16-falt hærri tekjur en samfélagsmiðlastjarnan Tanja Ýr Ástþórsdóttir. Vargurinn þénar nálægt 1,5 milljónir á mánuði samanborið við 93 þúsund krónur Tönju.

Alls eru 25 áhrifavaldar tilteknir í útlistun tekjublaðsins. Birgitta Líf Björnsdóttir er með 888 þúsund krónur í mánaðartekjur í öðru sætinu og Camilla Rut Rúnarsdóttir er í því þriðja með 710 þúsund krónur á mánuði.

Snapparinn Garðar Viðarsson, þekktur sem Gæi kemur þar á eftir með 532 þúsund á mánuði og grínistinn Hjálmar Örn Jóhannsson er næstur með 436 þúsund krónur.

Aðeins er um að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2018 og því þarf þetta ekki að endurspegla föst laun viðkomandi einstaklinga.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing