Bergur Ebbi Benediktsson gefur út aðra bók sína 11. september næstkomandi. Nýja bókin heitir Skjáskot. Bergur gaf út bókina Stofuhiti árið 2017.
Hann greindi frá útgáfu nýju bókarinnar á Twitter í dag. Þar segir hann að Skjáskot sé ritgerð í svipuðum stíl og Stofuhiti. „Hvorki skáldsaga né vísindarit heldur innblásin röksemd.“
Hann birti forsíðu bókarinnar og efnisyfirlit en Daria Zinovatnaya – úkraínsk listakona og hönnuður sem starfar í St. Pétursborg hannaði forsíðuna.
Nýja bókin mín, Skjáskot, kemur út þann 11. september. Svona lítur forsíðan út: pic.twitter.com/xFXb6yQLm1
— Bergur Ebbi (@BergurEbbi) August 21, 2019
Algengar spurningar og svör (3/3)
Hver eru umfjöllunarefni Skjáskots?
Í efnisyfirlitinu, sem ég læt fylgja með hér, gefur að líta ágætis yfirferð yfir umfjöllunarefnin. pic.twitter.com/MyWld9H5O2
— Bergur Ebbi (@BergurEbbi) August 21, 2019