Auglýsing

Öll plaköt Svartra sunnudaga frá upphafi til sölu á Menningarnótt

Postprent og Bíó Paradís bjóða alla velkomna á menningarnótt í gallerí Bíó Paradísar þar sem hægt verður að skoða og festa kaup á hinum goðsagnarkenndu  bíóplakötum Svartra sunnudaga.

Áttunda sería Svartra sunnudaga hefst í haust í Bíó Paradís, en költ og klassík kvikmyndahópurinn samanstendur af Hugleiki Dagssyni, Sigurjóni Kjartans og Sjón.

Frá upphafi hefur Hugleikur Dagsson fengið íslenska listamenn til að gera plaköt fyrir sýningar Svarta sunnudaga í Bíó Paradís. Þetta eru orðin hátt í 200 titlar af költ og klassískum myndum og plakötin spanna orðið rjómann af samtímalistamönnum Íslands.

Á Menningarnótt verður hægt að skoða veggspjöldin í gallerísal Bíó Paradísar, auk þess sem ný sölusíða verður opnuð fyrir veggspjöld Svartra Sunnudaga á vefsíðu Postprents.

Húsið opnar 15:00 . Postprent er söluvettvangur fyrir prentlist á netinu. Stofnað 2018 af Viktori Weisshappel og Þórði Hans Baldurssyni. Þar er að finna verk eftir 50 íslenska listamenn unnin með ólíkum prentaðferðum. Markmið Postprents er að gera íslenska list aðgengilegri, bæði hérlendis sem og erlendis sem og að virka sem hvetjandi afl í listaflóru landsins. Lagt er upp með að hafa breidd í vali á verkum og tryggja að úrvalið endurspegli þá grósku sem ríkir í íslenskri prent- og myndlist. www.postprent.is

Jafnframt verður tölva á staðnum fyrir þá sem hafa enga biðlund heldur vilja grípa strax sitt eintak á vefsíðu Postprents.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing