Auglýsing

Plastlaus september í þriðja sinn

Árvekniátakið Plastlaus september fer nú í gang í þriðja sinn. Tölur frá Sorpu1 sýna að plast skili sér betur til endurvinnslu og hlutfall þess fer minnkandi í almennu heimilissorpi. Aðgengi og úrval af plastlausum vörum hefur stóraukist og nú má finna í almennum matvöruverslunum plastminni og plastlausar vörur.

Í samfélaginu er meiri umræða um ofgnótt plasts í okkar daglega lífi. Plastvandinn og önnur umhverfismál fá orðið mikla og góða umfjöllun hjá fjölmiðlum. Að árvekniátakinu standa grasrótarsamtökin Plastlaus september, en meðlimir þeirra eru einstaklingar með ólíka menntun og reynslu. Aðstandendur átaksins og samstarfsaðilar hvetja fólk til þess að taka þátt í Plastlausum september, með því að velja sér eitt eða fleiri markmið fyrir mánuðinn.

Til dæmis með því að nota ekkert einnota plast í september. Það er okkar von sem stöndum á bak við átakið að þátttaka veki fólk til umhugsunar um það mikla magn plasts sem til fellur á hverjum degi og hafi þau áhrif að plastnotkun minnki. Plastlaus september leggur áherslu á að hafa jákvæðni að leiðarljósi þegar kemur að breyttum neysluvenjum og allir geti haft áhrif. Áhersla er lögð á að benda á þær leiðir sem hægt er að fara til að draga úr plastnotkun og allar breytingar í átt að minni plastnotkun skipta máli.

Þann 1. september næstkomandi verður árvekniátakinu Plastlaus september hleypt af stokkunum með opnunarhátíð í Reykjavík, Akureyri og Ísafirði. Í Reykjavík verður opnunarhátíðin í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og stendur yfir frá klukkan 12:00 – 16:00. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mun setja átakið formlega klukkan 12 og um leið afhenda Bláskelina, sem er viðurkenning fyrir framúrskarandi plastlausa lausn.

Markmið viðurkenningarinnar er að benda á það sem vel er 1 Plastskil aukast jafnt og þétt milli ára og fóru úr 1.335 tonnum árið 2017 í 1.850 árið 2018 (allt flokkað plast sem berst til SORPU). Árið 2016 skiluðu sér um 900 tonn af plasti til Sorpu. Á sama tíma hefur plast dregist saman í almennu sorpi (úrgangur til urðunar) og farið úr 19,3% árið 2016 í 16,2% árið 2018. Þetta samsvarar því að plast hafi farið úr 28 kg á mann í 23 kg á mann á þessu tímabili. gert og stuðlar að minni plastnotkun og hvetja til nýsköpunar.

Í kjölfarið munu Margrét Hugadóttir frá Landvernd og Björn Steinar Blumenstein vöruhönnuður og Brynjólfur Stefánsson frumkvöðull frá Plastplan halda fræðsluerindi. Í salnum verða átta aðilar með fræðslu- og kynningarbása þar sem almenningi gefst kostur á að kynna sér betur umhverfismál.

Einnig er markaður með umhverfisvænar og plastlausar vörur. Þetta er mögulega einn stærsti umhverfismarkaður sem haldin hefur verið hér á landi þar sem yfir 20 söluaðilar munu kynna vörur sínar.

Á Akureyri verða áhugaverð erindi og umræður um umhverfismál í Deiglunni frá kl. 14:00- 16:00. Þar taka til máls Linda Guðmundsdóttir frá Rauða krossinum, Snæfríður Ingadóttir ferðabókahöfundur og Eyrún Kristín Gunnarsdóttir sálfræðingur. Á Ísafirði verður opnunarhátíð á kaffihúsinu Heimabyggð frá kl 13:00-15:00.

Þar verður fræðsla og einnig verður opnuð sala á umbúðalausri matvöru á kaffihúsinu. Að mæta á opnunarviðburðina er góð leið til að hefja átaksmánuðinn með því að fá fræðslu og tækifæri til að kynna sér átakið. Aðgangur að opnunarhátíðunum er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.

Finna má upplýsingar um Plastlausan september, aðstandendur og átakið almennt á www.plastlausseptember.is og www.facebook.com/PlastlausSeptember/. Einnig eru samtökin með Instagram reikning Plastlausseptember og á Snapchat Plastlaussept.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing