Carolyn Hartz hætti að eldast fyrir mörgum árum. Hún segir að regluleg hreyfing og rétt mataræði sé ástæðan fyrir þessu hjá henni. Hún hefur alltaf hreyft sig reglulega en fyrir 28 árum hætti hún alveg að borða sykur.
Ef þú hefur giskað á hvað hún Carolyn er gömul þá er það líklegast rangt hjá þér. Carolyn lítur út fyrir að vera sirka 45 ára en eins ótrúlegt og það er þá er hún orðin 70 ára.
„Lykillinn að heilsu er sjálfstjórn og aukavinna. Ég fæ mér yfirleitt banana eða kiwi í morgunmat ásamt ávaxta te og stundum fæ ég mér jógúrt með því. Um 10 leitið fæ ég mér síðan te og rískökur. Síðan í hádegismat set ég kjúkling, avakató, fetaost og tómat á annað hvort rískökur eða glútenlaust brauð. Í kvöldmat fæ ég mér yfirleitt kjúkling eða fisk ásamt sætum kartöflum“. – Carolyn
„Venjulegur dagur hjá mér er þannig að ég vakna milli 6 og 7. Hugleiði og fer síðan í yoga og svo út að labba með hundinn. Eftir það fæ ég mér morgunmat og fer í vinnuna til 18. Svo kem ég heim og horfi á góða mynd með eiginmanni mínum, við förum mjög mikið í bíó“. – Carolyn