THE REAL THING er stutt heimildarmynd um bílasmíðinn Bodie Stround og endursköpun hans á klassískum Mustang með mjög sjaldgæfri, kraftmikilli vél sem var sérstaklega sett saman fyrir hinn goðsagnakennda kappakstursmann Mario Andretti í 1969 Can Am keppninni.
Myndin fylgist með flókinni og frumlegri byggingu bílinsins – frá frumstigum og í gegn þar til bíllinn er prufuekinn og svo sýndur á SEMA bílasýningunni í Vegas þar sem Bodie stendur auglitis við sjálfan Mario Andretti.