Auglýsing

10 hlutir sem kvíðasjúklingar vilja að vinir sínir viti!

Kvíði eða ofsakvíði er einn algengasti geðsjúkdómurinn á Íslandi.

Hér eru 10 hlutir sem kvíðasjúklingar vilja að vinir sínir viti. Listinn var settur saman af vefsíðunni The Mighty, uppúr viðtölum við 36 einstaklinga sem þjást af kvíða.

1. Hlutirnir sem við erum kvíðin yfir gætu verið mjög ómerkilegir í þínum augum en fyrir okkur eru þeir raunverulegir.

2. Við vitum aldrei hvenær næsta kvíðakast kemur en við vitum að það mun koma. Það eina sem við þurfum frá þér er stuðningur.

3 .Við erum ekki að hundsa þig. Stundum verðum við bara að fá að einangra okkur í smá tíma. Ekki gefast upp á okkur.

4. Að hafa einhvern sem þér þykir vænt um og treystir til þess að minna þig á að anda og segja þér að allt verði í lagi er stundum allt sem við þurfum.

5. Þegar hlutirnir eru dásamlegir erum við stundum kvíðin því við vitum að eitthvað hræðilegt getur gerst hvenær sem er.

6. Stundum kemur kvíðinn okkar út í reiði yfir litlum hlutum. Ekki taka það til þín.

7. Stundum þegar við erum þögul er það ekki vegna þess að við erum reið eða sár. Oft er bara of mikið í gangi í hausnum á okkur til að við getum tekið þátt í samtölum.

8. Stundum vitum við ekki sjálf yfir hverju við erum svona kvíðin.

9. Stundum þegar við erum spurð „Er allt í lagi?“ segjum við já, vegna þess að við viljum ekki að þú hættir að líta á okkur sem hressu skemmtilegu manneskjurnar sem við raunverulega erum þegar kvíðinn er ekki allsráðandi.

10. Við þurfum á þér að halda að minna okkur á að við erum samt elskuð þegar við höfum einangrað okkur og neitum að yfirgefa húsið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing