Mark Webster, ósköp venjulegur 37 ára faðir sem að eigin sögn fór að finna fyrir eigin dauðleika fyrir 2 árum þegar dóttir hans fæddist. Eftir að hafa verið í fínu formi fyrir þrítugt þá fór heldur betur að slakna á eftir það.
Mark tók sig í gegn og varð þrusu duglegur í ræktinni og passaði hvað hann borðaði. Mark ákvað samt að setja þessa venjulegu rútínu heldur betur úr skorðum en það er það sem „The Rock“ planið snýst um.
Daglega innbyrðir Mark um FIMM ÞÚSUND kaloríur af hollum og hreinum mat. Þar spilar þorskur stærsta hlutverkið.
Sjö máltíðir daglega alla daga vikunar og einn vöðvahópur þjálfaður á dag 6 daga vikunar.
–Svona lítur týpískur dagur út hjá Mark–
05:00 – Vekjaraklukkan hringir
05:40 – Mættur á æfingu og fyrst er það 50 mínútna brennsla
06:30 – Fyrsta máltíð dagsins, 283gr þorskur, tvö harðsoðin egg og tveir bollar af höfrum.
06:45 – Mættur aftur inn í sal og lyftir í 60 til 90 mínútur
08:30 – Mark mætir aftur heim, vekur dóttur sína og þau fá sér morgunverð. Seinni morgunmatur, 227gr. þorskur, 340gr. sætar kartöflur og bolli af grænmeti.
09:30 – Mætir á skrifstofuna með 3 pakkaðar máltíðir.
11:30 – Þriðja máltíð dagsins. 227gr. af kjúkling, tveir bollar hvít hrísgrjón og bolli af grænmeti.
14:30 – Máltíð fjögur – 227gr. þorskur, tveir bollar af hrísgrjónum og bolli af grænmeti. þessu slurpar hann síðan niður með skeið af lýsi.
16:30 – Ein önnur máltíðin! 227gr. steik, 340gr. bakaðar kartöfður og spínat salat.
18:45 – Vinnudeginum lokið og Mark fer heim og borðar kvöldmat. Sjötta máltíðin inniheldur 283gr. af þorski, tvo bolla af hrísgrjónum og salat. Eftir kvöldmat fer Mark að græja matarpepp næsta dags.
21:00 – Síðasta máltíð dagsins. Ommiletta með 10 eggjahvítum, bolla af lauk, papriku og sveppum. Svo auðvitað skeið af lýsi.
21:45 – Gúffar hann síðan í sig prótein sjeik
10:00 – Háttatími.
Það er ekki ódýrt að borða eins og „The Rock“ og segir Mark að dagurinn kosti hann um 5.850 krónur, 41 þúsund á viku, 180 þúsund á mánuði.
En þetta svínvirkaði fyrir Mark og nú er hann í mjög góðu formi. Spurning hvort hann sé samt ennþá á þessu rosalega prógrammi.