Zoe Jones (27 ára) frá Wales var 97 kíló þegar hún var þyngst og kveið fyrir því að klæða sig upp og bera sig saman við vinkonur sínar – svo hún fann yfirleitt afsakanir í stað þess að fara út úr húsi.
Hún hefur nú farið niður um fjórar stærðir eða úr 18 í tíu og hefur fengið verðlaun frá samtökunum „Slimming World“ fyrir bestu lífsstílsbreytingarnar á árinu sem var að líða.
Zoe hafði alltaf verið örlítið stærri en vinkonur sínar en þegar hún gekk í háskóla þyngdist hún reglulega og var tæp 97 kíló þegar hún var þyngst.
„Þegar ég flutti út frá foreldrum mínum komst ég að því að það getur verið tímafrekt að elda – Svo ég fór að leggja mér það í vana að kaupa einfaldan mat eða eitthvað tilbúið. Fljótlega var ég farin að borða mat sem leiðbeiningarnar sögðu að ættu að nægja tveimur einstaklingum“.
„Svo þegar mér fór að leiðast eyddi ég kvöldunum fyrir framan sjónvarpið og nartaði í sælgæti eða snakk á meðan. Ég var föst í vítahring“.
Hún varð fljótlega óörugg með sjálfa sig og byrjaði að forðast félagslegar aðstæður.
„Ég var farin að koma með allar afsakanirnar í bókinni til þess að hitta EKKI vinkonur mínar þegar þær fóru út á lífið. Ég elskaði að vera með þeim en ég þoldi það ekki hvernig ég leit út og hvernig mér leið“.
Hún setti sér um nýársheit og ætlaði að komast í kjól í stærð 10.
En hvert var leyndarmálið?
Eftir að hafa talað við pabba sinn og útskýrt fyrir honum óhamingju sína ákvað hún að nú skildi hún gera breytingu á því hvernig hún hagaði lífi sínu.
Það sem hún gerði:
Hún hætti að borða kex, kökur og snakk og sagði að það mikilvægasta af öllu væri að breyta ekki of miklu en fyrir hana voru þetta stórar breytingar.
Með tímanum lærði hún að mataræðið skiptir öllu máli svo hún byrjaði aftur að elda og læra nýjar uppskriftir.
,,Ég held að það hafi verið mjög mikilvægt fyrir mig að taka ekki allt út, hvort sem það er glas af rauðvíni með stelpunum eða súkkulaði með fjölskyldunni. Ég gæti ekki lifað ef ég myndi sleppa öllu súkkulaði!
En ef einhver hefði sagt mér fyrir ári síðan hvar ég yrði í dag hefði ég farið að hlæja. Ég trúi ekki enn að ég geti farið í búðir og skoðað þröngar gallabuxur, bikiní og kjóla.“